Nemendur í áfanganum „saga fjarlægra þjóða“ tóku sig til í dag og sáu um hádegisverð í mötuneyti skólans. Í áfanganum er fjallað um Ameríku, Asíu og Afríku frá örófi til nútímans. Markmið áfangans eru annars vegar að ná tökum á þeim vinnubrögðum sem gerðar eru kröfur um í fyrstu námskeiðum í háskóla og hins vegar að velta upp möguleikum á …
Kynjafræðiáfangi opnar augu nemenda
Undanfarnar vikur hafa nemendur verið að taka fyrir fjölmiðla í áfanganum KYN2A04. Salvör Gylfadóttir gerði rannsókn á fimm stærstu útvarpsstöðvum á Íslandi. Þær eru: FM 957, Bylgjan, Rás 2, Kiss FM og X-ið. Hún taldi fjölda karla og kvenna á Topp 20 vinsældalistum þessara útvarpsstöðva. Kom þá í ljós að konur mældust aldrei í hærra hlutfalli en 20% auk þess …
Athugun á stöðu kynjanna í fjölmiðlum
Á dögunum gerðu nemendur í kynjafræði athuganir á stöðu kynjanna í fjölmiðlum. Stefnir Ægir Stefánsson og Óli Valur Pétursson fjölluðu um tölvuleiki og ofurhetjur. Óli Valur byrjaði á að skoða hlutfall kvenna og karla í ofurhetjuheimunum og niðurstöðurnar voru sláandi. Hlutfall kvenna sem eru þekktar ofurhetjur er ótrúlega lágt. Í raun svo lágt að í 100 mest seldu teiknimyndasögunum var …
Skráning í aðgangspróf í Háskóla Íslands
Fjórar deildir innan Háskóla Íslands munu nota aðgangspróf fyrir háskólastig (A-próf) til að taka inn nemendur haustið 2015: Lagadeild, Hjúkrunarfræðideild, Hagfræðideild og Læknadeild. Tvær þær síðastnefndu nota einnig frekari próf til inntöku nema. Opnað hefur verið fyrir skráningu í A-próf sem munu fara fram 21. mars og 12. júní n.k. Skráning í A-prófið fer fram á heimasíðunni http://www.hi.is/a_prof en þar …
Lokaverkefni kynnt á málstofum
Nemendur sem stefna að útskrift í vor vinna nú að lokaverkefnum sínum. Að venju kynntu nemendur verkefni sín á málstofum. Segja má að nemendur fjalli um allt milli himins og jarðar svo fjölbreytt er verkefnavalið. Nemendur og kennarar fjölmenntu á málstofurnar og lögðu spurningar fyrir frummælendur. Á myndinni er Sumarliði Páll Sigurbergsson að fjalla um geimsjónauka.
Endurmenntunarferð til Glasgow
Starfsmenn Menntaskóla Borgarfjarðar fóru í endurmenntunarferð til Glasgow fyrir skemmstu. Þrír skólar í borginni voru heimsóttir, Glasgow University/School of Education, High School of Glasgow og Glasgow Kelvin College. Í háskólanum var hlýtt á fyrirlestra um skoskt skólakerfi og framtíðarsýn, námsmat, námskrárfræði, kennsluaðferðir o.fl. Rúmlega 1000 nemendur á aldrinum 3 – 18 ára leggja stund á nám í High School of …
Innritun í framhaldsskóla fyrir haustönn 2015
Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 1999 eða síðar) hefst miðvikudaginn 4. mars og lýkur föstudaginn 10. apríl. Nemendur fá bréf frá Námsmatsstofnun með veflykli að innritunarvef og leiðbeiningum sem afhent verður í grunnskólunum. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf í pósti frá Námsmatsstofnun með upplýsingum um innritunina. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni. Sjá …
NFMB kallar eftir þátttakendum í söngkeppni framhaldsskólanna
Stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar hvetur nú nemendur til að skrá sig til þátttöku í söngkeppni skólans en sigurvegari hennar verður fulltrúi skólans í söngkeppni framhaldsskólanna. Tveir kennarar hafa skorað á nemendur að sýna nú hvað í þeim býr og þeir lofa að taka lagið á keppniskvöldinu ef nemendur koma með tíu atriði í keppnina. Úrsúla Hanna Karlsdóttir og Valur Örn …
Kennarar og starfsfólk fóru með sigur af hólmi á áskorendadegi
Frá því að skólinn var stofnaður hefur svokallaður áskorendadagur ætíð verið haldinn síðla hausts. Þá keppa nemendur og starfsfólk skólans um veglegan farandbikar. Af óviðráðanlegum orsökum gafst ekki tími fyrir áskorendadaginn í haust sem leið en þess í stað fór keppnin fram miðvikudaginn 11. febrúar. Keppt var í splong dong og ýmiss konar þrautaboðhlaupum, kappáti, söng og loks var spurningakeppni …
Innritun á starfsbraut
Innritun á starfsbraut MB hófst mánudaginn 2. febrúar og stendur til 28. febrúar. Hægt er að sækja um á Menntagátt. Nánari upplýsingar er að finna á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins og hjá skrifstofu skólans í síma 433 7700.