Úthlutað verður úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands þriðjudaginn 24. júní næstkomandi. Að þessu sinni hljóta tuttugu og sex nýnemar styrki, meðal annars með stuðningi Aldarafmælissjóðs og Happdrættis Háskóla Íslands. Í hópi styrkþega er Þorkell Már Einarsson sem dúxaði á stúdentsprófi við Menntaskóla Borgarfjarðar nú í vor. Hann stefnir á að hefja nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands á …
Brautskráning nemenda frá MB
27 nemendur voru brautskráðir við hátíðlega athöfn frá Menntaskóla Borgarfjarðar þann 6. júní. Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari flutti annál skólaársins, Páll S. Brynjarsson fráfarandi sveitarstjóri flutti hátíðarræðu og Lilja Hrönn Jakobsdóttir talaði af hálfu útskriftarnema. Tónlistarflutningur var í umsjá útskriftarnema og Jónínu Ernu Arnardóttur píanóleikara. Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari brautskráði nemendur og ávarpaði þá í lokin. Í máli hennar kom meðal …
Fréttabréf MB
Fréttabréf MB er nú komið út en þar ef að finna fréttir úr skólalífinu á vorönn. Ábyrgðarmaður fréttabréfsins er Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari.
Einkunnir birtast í Innu á þriðjudag – brautskráning á föstudag
Einkunnir vorannar munu verða aðgengilegar í Innu um hádegisbil þriðjudaginn 3. júní. Brautskráning stúdenta fer fram á sal skólans föstudaginn 6. júní. Athöfnin hefst kl. 14.00.
Dimmission í MB
Stúdentsefni í MB dimmitteruðu á síðasta kennsludegi vorannar, föstudaginn 30. maí. Að venju bauð skólinn þeim til morgunverðar og síðan var keyrt um bæinn í vagni þar til við tók skemmtidagskrá á sal skólans. Skemmtidagskráin, sem er árviss hefð í umsjón dimmittanta er opin öllum. Salurinn var þéttsetinn og góður rómur gerður að léttu gríni um samnemendur og kennara sem …
Nemendur gera skoðanakönnun í samstarfi við SSV
Nýlega kynnti Vífill Karlsson hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi niðurstöður skoðanakönnunar sem unnin var með nemendum og Bjarna Þór Traustasyni kennara við Menntaskóla Borgarfjarðar. Aðalmarkmið könnunarinnar var að kanna hvað viðskiptavinir sem búa utan Borgarbyggðar versla mikið við smásöluverslanir í Borgarnesi. Í svæðahagfræðilegu tilliti segir það að hvað miklu leyti smásöluverslun í Borgarnesi er útflutningsfyrirtæki sveitarfélagsins. Þess utan var hægt …
Heimsókn í háskólann á Bifröst
Nemendum í viðskiptagreinum í MB var nýverið boðið í heimsókn í Háskólann á Bifröst. Þar fengu þeir kynningu á námsframboði háskólans sem og félagslífi. Farið var í göngutúr um háskólasvæðið og nemendagarðar skoðaðir. Loks var boðið upp á pítsu á kaffihúsinu. Nemendur voru ánægðir með heimsóknina og sögðust hafa fengið góða mynd af námi á Bifröst og lífinu í háskólaþorpinu. …
Opið hús í Búðardal
Nýverið var nemendum í 8. – 10. bekkjum grunnskólans í Búðardal boðið í heimsókn í húsakynni framhaldsdeildarinnar sem þar er rekin í samstarfi við Menntaskóla Borgarfjarðar. Krakkarnir og foreldrar fengu að skoða aðstöðuna og fylgjast með kennslustund í MB. Loks var boðið upp á hressingu. Að sögn Jennyjar Nilson umsjónarmanns framhaldsdeildarinnar tókst heimsóknin afar vel og krakkarnir sýndu skólastarfinu áhuga.
Innritun í Menntaskóla Borgarfjarðar
Innritun eldri nemenda (fæddir 1997 eða fyrr) fyrir haustönn 2014 fer fram dagana 4. apríl – 31. maí. Nemendur í 10. bekk hafa frest til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis þriðjudaginn 10. júní. Innritun fer fram á www.menntagatt.is Nánari upplýsingar um innritun má fá á skrifstofu skólans í síma 433 7700. Upplýsingar …
Tökum til hendinni
Í tilefni af verkefninu “Tökum til hendinni” ákvað starfsfólk Menntaskólans taka til hendinni í nágrenni skólans. Fengnir voru steinsteyptir hringir í Loftorku til að verja birkiplöntur sem aðskilja bílastæði skólans og Hyrnutorgs. Þrjár myndarlegar birkiplöntur frá Sædísi í gróðrarstöðinni Gleym mér ei voru gróðursettar og beð næst Borgarbrautinni hreinsað, lagfært og bætt í það plöntum sem Agnes Hansen garðyrkjufræðingur og …