Nýr skólameistari í MB

RitstjórnFréttir

Nýr skólameistari hefur verið ráðinn við Menntaskóla Borgarfjarðar. Það er Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir. Hún er viðskiptafræðingur frá Bifröst og tók kennsluréttindi við Háskólann á Akureyri. Þá lauk hún meistaranámi í alþjóðlegum viðskiptum, einnig frá Bifröst. Guðrún hefur reynslu af kennslu, skipulagningu hennar og stjórnun. Hún hefur víða starfað en lengst af hefur hún við Háskólann á Bifröst, verið þar umsjónarmaður …

Sumarleyfi – lokun skrifstofu

RitstjórnFréttir

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 24. júní vegna sumarleyfa.  Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 6. ágúst.  Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofa skólans er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið kolfinna@menntaborg.is  eða á aðstoðarskólameistara á netfangið lilja@menntaborg.is Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við húsvörð í síma 867-2386.

Þorkell Már fær styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands

RitstjórnFréttir

Úthlutað verður úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands þriðjudaginn 24. júní næstkomandi. Að þessu sinni hljóta tuttugu og sex nýnemar styrki, meðal annars með stuðningi Aldarafmælissjóðs og Happdrættis Háskóla Íslands. Í hópi styrkþega er Þorkell Már Einarsson sem dúxaði á stúdentsprófi við Menntaskóla Borgarfjarðar nú í vor. Hann stefnir á að hefja nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands á …

Brautskráning nemenda frá MB

RitstjórnFréttir

27 nemendur voru brautskráðir við hátíðlega athöfn frá Menntaskóla Borgarfjarðar þann 6. júní. Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari flutti annál skólaársins, Páll S. Brynjarsson fráfarandi sveitarstjóri flutti hátíðarræðu og Lilja Hrönn Jakobsdóttir talaði af hálfu útskriftarnema. Tónlistarflutningur var í umsjá útskriftarnema og Jónínu Ernu Arnardóttur píanóleikara. Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari brautskráði nemendur og ávarpaði þá í lokin. Í máli hennar kom meðal …

Fréttabréf MB

RitstjórnFréttir

Fréttabréf MB er nú komið út en þar ef að finna fréttir úr skólalífinu á vorönn.  Ábyrgðarmaður fréttabréfsins er Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari.

Dimmission í MB

RitstjórnFréttir

Stúdentsefni í MB dimmitteruðu á síðasta kennsludegi vorannar, föstudaginn 30. maí. Að venju bauð skólinn þeim til morgunverðar og síðan var keyrt um bæinn í vagni þar til við tók skemmtidagskrá á sal skólans. Skemmtidagskráin, sem er árviss hefð í umsjón dimmittanta er opin öllum. Salurinn var þéttsetinn og góður rómur gerður að léttu gríni um samnemendur og kennara sem …

Nemendur gera skoðanakönnun í samstarfi við SSV

RitstjórnFréttir

Nýlega kynnti Vífill Karlsson hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi niðurstöður skoðanakönnunar sem unnin var með nemendum og Bjarna Þór Traustasyni kennara við Menntaskóla Borgarfjarðar. Aðalmarkmið könnunarinnar var að kanna hvað viðskiptavinir sem búa utan Borgarbyggðar versla mikið við smásöluverslanir í Borgarnesi. Í svæðahagfræðilegu tilliti segir það að hvað miklu leyti smásöluverslun í Borgarnesi er útflutningsfyrirtæki sveitarfélagsins. Þess utan var hægt …

Heimsókn í háskólann á Bifröst

RitstjórnFréttir

Nemendum í viðskiptagreinum í  MB var nýverið boðið í heimsókn í Háskólann á Bifröst. Þar fengu þeir kynningu á námsframboði háskólans sem og félagslífi. Farið var í göngutúr um háskólasvæðið og nemendagarðar skoðaðir. Loks var boðið upp á pítsu á kaffihúsinu. Nemendur voru ánægðir með heimsóknina og sögðust hafa fengið góða mynd af námi á Bifröst og lífinu í háskólaþorpinu. …

Opið hús í Búðardal

RitstjórnFréttir

Nýverið var nemendum í 8. – 10. bekkjum grunnskólans í Búðardal boðið í heimsókn í húsakynni framhaldsdeildarinnar sem þar er rekin í samstarfi við Menntaskóla Borgarfjarðar. Krakkarnir og foreldrar fengu að skoða aðstöðuna og fylgjast með kennslustund í MB. Loks var boðið upp á hressingu. Að sögn Jennyjar Nilson umsjónarmanns framhaldsdeildarinnar tókst heimsóknin afar vel og krakkarnir sýndu skólastarfinu áhuga.