Einkunnir vorannar munu verða aðgengilegar í Innu um hádegisbil þriðjudaginn 3. júní. Brautskráning stúdenta fer fram á sal skólans föstudaginn 6. júní. Athöfnin hefst kl. 14.00.
Dimmission í MB
Stúdentsefni í MB dimmitteruðu á síðasta kennsludegi vorannar, föstudaginn 30. maí. Að venju bauð skólinn þeim til morgunverðar og síðan var keyrt um bæinn í vagni þar til við tók skemmtidagskrá á sal skólans. Skemmtidagskráin, sem er árviss hefð í umsjón dimmittanta er opin öllum. Salurinn var þéttsetinn og góður rómur gerður að léttu gríni um samnemendur og kennara sem …
Nemendur gera skoðanakönnun í samstarfi við SSV
Nýlega kynnti Vífill Karlsson hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi niðurstöður skoðanakönnunar sem unnin var með nemendum og Bjarna Þór Traustasyni kennara við Menntaskóla Borgarfjarðar. Aðalmarkmið könnunarinnar var að kanna hvað viðskiptavinir sem búa utan Borgarbyggðar versla mikið við smásöluverslanir í Borgarnesi. Í svæðahagfræðilegu tilliti segir það að hvað miklu leyti smásöluverslun í Borgarnesi er útflutningsfyrirtæki sveitarfélagsins. Þess utan var hægt …
Heimsókn í háskólann á Bifröst
Nemendum í viðskiptagreinum í MB var nýverið boðið í heimsókn í Háskólann á Bifröst. Þar fengu þeir kynningu á námsframboði háskólans sem og félagslífi. Farið var í göngutúr um háskólasvæðið og nemendagarðar skoðaðir. Loks var boðið upp á pítsu á kaffihúsinu. Nemendur voru ánægðir með heimsóknina og sögðust hafa fengið góða mynd af námi á Bifröst og lífinu í háskólaþorpinu. …
Opið hús í Búðardal
Nýverið var nemendum í 8. – 10. bekkjum grunnskólans í Búðardal boðið í heimsókn í húsakynni framhaldsdeildarinnar sem þar er rekin í samstarfi við Menntaskóla Borgarfjarðar. Krakkarnir og foreldrar fengu að skoða aðstöðuna og fylgjast með kennslustund í MB. Loks var boðið upp á hressingu. Að sögn Jennyjar Nilson umsjónarmanns framhaldsdeildarinnar tókst heimsóknin afar vel og krakkarnir sýndu skólastarfinu áhuga.
Innritun í Menntaskóla Borgarfjarðar
Innritun eldri nemenda (fæddir 1997 eða fyrr) fyrir haustönn 2014 fer fram dagana 4. apríl – 31. maí. Nemendur í 10. bekk hafa frest til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis þriðjudaginn 10. júní. Innritun fer fram á www.menntagatt.is Nánari upplýsingar um innritun má fá á skrifstofu skólans í síma 433 7700. Upplýsingar …
Tökum til hendinni
Í tilefni af verkefninu “Tökum til hendinni” ákvað starfsfólk Menntaskólans taka til hendinni í nágrenni skólans. Fengnir voru steinsteyptir hringir í Loftorku til að verja birkiplöntur sem aðskilja bílastæði skólans og Hyrnutorgs. Þrjár myndarlegar birkiplöntur frá Sædísi í gróðrarstöðinni Gleym mér ei voru gróðursettar og beð næst Borgarbrautinni hreinsað, lagfært og bætt í það plöntum sem Agnes Hansen garðyrkjufræðingur og …
Sögunemar í Lundúnum
Nemar í áfanganum SAG3B05, sem er lokaáfangi í sögu við MB, fóru á dögunum í ferðalag til Lundúna ásamt kennara sínum Ívari Erni Reynissyni. Meginmarkmið ferðarinnar var að kynnast nánar sögu fjarlægra slóða en British Museum hefur að geyma mikla fjársjóði í þá veru. Hópurinn dvaldi nokkuð á safninu en fékk einnig afar áhugaverða leiðsögn ljósmyndarans Lisu Ross og safnstjórans …
Stefnt er að framhaldi dreifnáms í Búðardal
Menntaskóli Borgarfjarðar hefur á yfirstandandi skólaári átt í samstarfi við Dalabyggð um framhaldsdeild fyrir nemendur sem stunda nám við MB. Námið er skipulagt sem dreifnám. Nemendur hafa því aðstöðu í Búðardal en fylgjast með kennslustundum í MB á netinu. Þrisvar á önn koma svo Dalamennirnir í staðbundnar lotur í Borgarnesi. Átta nemendur stunduðu nám í framhaldsdeildinni í vetur. Ákveðið hefur …
Síðbúin árshátíð
Árshátíð Nemendafélags MB verður haldin föstudagskvöldið 16. maí nk. Árshátíðin er nú í seinna lagi vegna verkfalls kennara sem hafði vitaskuld ekki bara áhrif á nám nemenda heldur líka félagslíf. Samkoman hefst kl. 19:00 með glæsilegum kvöldverði sem foreldrafélag skólans sér um. Kennurum og öðru starfsfólki er boðið í kvöldverðinn og á skemmtunina. Nemendur annast skemmtiatriði af margvíslegum toga og …