Talsverður stjórnmálaáhugi er meðal nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar. 7 núverandi og fyrrverandi nemendur skólans eiga nú sæti á framboðslistum til sveitarstjórnarkosninga sem fram fara þann 31. maí næstkomandi. Pétur Már Jónsson, nemandi við MB, skipar 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokks. Þrír fyrrum nemendur MB eiga jafnframt sæti á listanum. Maren Sól Benediktsdóttir verkfræðinemi skipar 9. sæti, Íris Gunnarsdóttir viðskiptafræðinemi 12. sæti …
Innritun í framhaldsskóla haustönn 2014
Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 1998 eða síðar) hófst mánudaginn 3. mars og lýkur föstudaginn 11. apríl. Nemendur fá bréf frá Námsmatsstofnun með veflykli að innritunarvef og leiðbeiningum afhent í grunnskólunum. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf í pósti frá Námsmatsstofnun með upplýsingum um innritunina. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni. Innritun annarra en …
Spurningakeppni Getspekifélags MB
Getspekifélag Menntaskóla Borgarfjarðar stóð fyrir spurningakeppni nýlega. Að þessu sinni kepptu þrjú lið; Múffi, Landslið Mímis og Suzuki Club. Síðastnefnda liðið fór með sigur af hólmi en það skipuðu þeir Eyvindur Jóhannsson, Pétur Freyr Sigurjónsson og Egill Þórsson. Verðlaunin voru ekki af verri endanum; hver liðsmaður fékk 10.000 króna gjafabréf frá sveitahótelinu Hraunsnefi í Norðurárdal. Aðrir keppendur fengu konfektkassa fyrir …
Nemendur í tölfræði gerðu skoðanakönnun í samstarfi við SSV
Nemendur í tölfræðiáfanga hjá Bjarna Þór Traustasyni gerðu á dögunum könnun á kauphegðun viðskiptavina í Nettó og Bónus. Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, sá um að búa til spurningalista en niðurstöður könnunarinnar verða notaðar í rannsóknum á vegum samtakanna. Meðal spurninga sem lagðar voru fyrir viðskiptavini verslananna var hvaðan þeir kæmu og fyrir hve háa upphæð þeir …
Okkar maður í 25. sæti á landsvísu
Úrslitakeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema veturinn 2013-2014 fór fram í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 8. mars sl. Þorkell Már Einarsson nemandi í Menntaskóla Borgarfjarðar var í hópi 48 nemenda af landinu öllu sem náðu þeim árangri að komast í úrslitakeppnina að afloknum undankeppnum. Þorkell Már hafnaði að lokum í 25. sæti sem verður að teljast mjög góður árangur. Þorkell Már, sem einnig …
Boðun verkfalls samþykkt í MB
Lokið er talningu atkvæða í atkvæðagreiðslu félagsmanna Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum í Menntaskóla Borgarfjarðar um boðun verkfalls frá og með 17. mars næstkomandi hafi samkomulag um nýja kjarasamninga þá ekki tekist. Á kjörskrá voru 13. Atkvæði greiddu 12 eða 92,3%. Já sögðu 9 eða 75%. Nei sögðu 3 eða 25%. Auðir seðlar og ógildir voru 0.
Lokaverkefni – málstofur á þriðjudag og fimmtudag
Hluti af náminu í Menntaskóla Borgarfjarðar felst í því að undir námslok vinna nemendur svokölluð lokaverkefni. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverkefnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og gegna mikilvægu hlutverki við að þjálfa þá í að beita viðurkenndum aðferðum við meðferð heimilda, rannsókn eða …
Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun
Kennarar í Menntaskóla Borgarfjarðar greiða á morgun, fimmtudag 6. mars, atkvæði um hvort þeir boði til verkfalls 17. mars eins og ríkisreknu framhaldsskólarnir. Kjaradeilu kennara í Menntaskóla Borgarfjarðar við skólayfirvöld hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og er hún nú í sama farvegi og deila kennara í ríkisreknu framhaldsskólunum.
Úrsúla Hanna og Valur Örn báru sigur úr býtum
Úrsúla Hanna Karlsdóttir og Valur Örn Vífilsson báru sigur úr býtum í söngvakeppni nemendafélags MB í síðustu viku. Úrsúla söng lagið Vor í Vaglaskógi og Valur lék undir á gítar. Lagið, sem margir þekkja, er eftir Jónas Jónasson við texta eftir Kristján frá Djúpalæk. 9 atriði voru flutt í keppninni og voru þau hvert öðru betra enda mikið af hæfileikaríku …
Háskóladagurinn 1. mars
Laugardaginn 1. mars næstkomandi efna háskólarnir í landinu til kynningar á námsleiðum sem þar eru í boði. Dagskráin hefst kl. 12.00 og henni lýkur kl. 16.00. Nemendur sem ljúka stúdentsprófi í vor eru sérstaklega hvattir til að notfæra sér þetta tækifæri til að kynna sér námsleiðir og aðbúnað í íslenskum háskólum. Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands …