Nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar í lögfræði og hagfræði fóru í heimsókn á Bifröst til að skyggnast inn í líf háskólanema. Nemendur sátu málsvörn háskólanema sem er hluti af misserisverkefni fyrsta og annars árs nemenda á Bifröst. Verkefni sem nemendur MB sátu heitir: „Þarf að herða siðarreglur ráðherra sbr. hæfnisreglur stjórnsýslulaga nr. 37/1993?“. Virkilega áhugavert verkefni og þörf umræða sem nemendur MB …
Nemendur í náttúruskoðun
Nú er farið að vora og nemendur að ókyrrast í skólastofunum. Þá bregða kennarar á það ráð að fara út með nemendur. Alls staðar getum við fundið efni til að vinna með og læra af. Í morgun fór Þóra Árnadóttir raungreinakennari með hóp nemenda sem eru í líffræði hjá henni út í náttúruskoðun. Krakkarnir skoðuðu fugla, plöntur og fleira. Gróðurinn er …
Vordagur í MB
Í gær, þriðjudaginn 17. maí var haldinn hátíðlegur vordagur nemenda og starfsfólks. Dagskráin hófst með ratleik kl. 12:40, síðan tók við loftboltaleikur í íþróttahúsi og deginum lauk með grilli í dásamlegu veðri í Skallagrímsgarði.
Ný stjórn nemendafélags MB
Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2016 -17 fóru fram fyrir skemmstu. Nýju stjórnina skipa þau Steinþór Logi Arnarsson formaður, Dagbjört Diljá Haraldsdóttir gjaldkeri, Sveinbjörn Sigurðsson skemmtanastjóri og Guðrún Gróa Sigurðardóttir ritari. Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema. Nemendafélagið eða NMB hefur verið starfrækt frá stofnun skólans árið 2007. Stjórn þess er tengiliður nemenda skólans og …
Kynjafræði verkefni – Útlitsdýrkun
Undanfarnar vikur hafa nemendur í Menntaskóla Borgarfjarðar athugað stöðu kynjanna í fjölmiðlum. Í einu verkefnanna var rætt um birtingarmynd kynjanna og staðalímyndir í hátísku. Þar kom fram að kvenfatnaðariðnaðurinn mun stærri en karlfatnaðariðnaðurinn, er það fyrst og fremst vegna þess að markaðurinn er stærri fyrir kvenfata hönnuði og stoðkerfið í kringum hönnunina er meira. Karlkyns fyrirsætur fá einnig margfalt lægri …
Kvikmyndabransinn kyngreindur
Snemma í apríl ákváðu hópur nemenda í Kynjafræði í Menntaskóla Borgarfjarðar að skoða og kynjagreina kvikmyndabransann og annað efni sem viðkemur fjölmiðlum víðsvegar um heiminn. Þar á meðal má nefna breskar, bandarískar og íslenskar kvikmyndir auk erlendra teiknimynda. Þegar litið er á hinar ýmsu myndir sem gerðar hafa verið yfir árin með kynjagleraugum koma upp margar spurningar sem erfitt getur …
Frumkvöðlar í MB
Nemendur frá MB fengu tækifæri til að taka þátt í Erasmus+ verkefni á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlans. Verkefnið ber heitið “Teaching Entrepreneurship, Learning Entrepreneurship“, en það eru 4 lönd auk Íslands sem taka þátt, þ.e. Þýskaland, Lettland, Spánn og Rúmenía. Það voru þær Helga Dóra Hólm Jóhannsdóttir, Katrín Pétursdóttir og Selma Rakel Gestsdóttir sem tóku þátt í hugmyndasmiðju sem var blanda …
Vorferð nemenda
Miðvikudaginn 27. apríl fóru nemendur MB í sína árlegu vorferð. Dagurinn var frábær í alla staði, 30 hress og kát ungmenni gerðu sér glaðan dag. Farið var í skautahöllina þar sem hópurinn sýndi listir sínar og naut sín vel. Miðbil ferðarinnar var notað í Kringlunni þar sem smá búðarráp var stundað, fengið sér næringu og mannlífið skoðað. Að því loknu var …
Fulltrúar sveitastjórnar í heimsókn
Í vikunni komu fulltrúar sveitastjórnar í Borgarbyggð í heimsókn í hagfræðitíma og svöruðu krefjandi spurningum frá nemendum. Líflegar og skemmtilegar umræður sköpuðust. Það voru þau Geirlaug Jóhannsdóttir, Ragnar Frank Kristjánsson og Björn Bjarki Þorsteinsson sem gáfu sér tíma til að heimsækja nemendur og viljum við þakka þeim kærlega fyrir. Það er ómetanlegt að fá einstaklinga sem þessa inní skólann til …