Jöfnunarstyrkur

RitstjórnFréttir

Opið fyrir umsóknir um jöfnunarstyrk Athygli er vakin á því að nú er búið að opna fyrir umsóknir vegna jöfnunarstyrks. Þeir nemendur sem búa utan Borgarness eru hvattir til að sækja um. Sótt er um á vefslóðinni www.lin.is, inn á ykkar svæði á INNU eða í heimabankanum. Umsóknarfrestur haustannar 2011 er til 15. október næstkomandi. Einnig er hægt að sækja …

Skólaráð Menntaskóla Borgarfjarðar

RitstjórnFréttir

Kosið var í skólaráð Menntaskóla Borgarfjarðar nú á haustdögum. Í skólaráði sitja skólameistari, aðstoðarskólameistari, tveir fulltrúar kennara og tveir fulltrúar nemenda. Skólaráð er skólameistara til aðstoðar og ráðgjafar um stjórn skólans. Skólaráð fjallar um starfsáætlun, skólareglur, félagsaðstöðu nemenda og fleira. Fulltrúar nemenda eru Sigríður Þorvaldsdóttir og Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir, fulltrúar kennara eru Anna Guðmundsdóttir og Ingibjörg Ingadóttir. best cigars to …

Lagfæring heimasíðu

RitstjórnFréttir

11. október 2011 Búast má við truflunum á heimasíðu Menntaskóla Borgarfjarðar í dag og næstu daga vegna breytinga. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta getur valdið.

Nemendur á faraldsfæti

RitstjórnFréttir

Þessa viku stendur yfir heimsókn 12 nemenda og tveggja kennara Menntaskóla Borgarfjarðar til bæjarins Ermelo í Hollandi. Heimsóknin er liður í skólasamstarfsverkefni sem Menntaskóli Borgarfjarðar er aðili að ásamt skólum í Þýskalandi, Portúgal, Tyrklandi og Hollandi. Markmiðið með verkefninu er að auka skilning nemenda á fólksflutningum og menningarlegum áhrifum þeirra á samfélög. Verkefninu er ætlað að vera tæki til að …

Námsmat í MB

RitstjórnFréttir

Fyrsta Varðan á þessari önn er í dag, 22. september, þar sem nemendur fá í hendurnar endurgjöf frá kennara í formi leiðsagnarmats. Námsmat í Menntaskóla Borgarfjarðar er fyrst og fremst leiðsagnarmat þar sem lögð er áhersla á að fylgjast vel með námsframvindu nemenda og leiðbeina þeim meðan á námi stendur um hvað megi betur fara. Nemendur eru metnir jafnóðum allan …

Nýjar leiðir í safnastarfi

RitstjórnFréttir

Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss hélt þann 12.sept. s.l. fyrirlestur fyrir nemendur í Sögu 204 hjá MB. Erindið fjallaði um ævi sr. Magnúsar Andréssonar á Gilsbakka (1845-1922) og var hugsað sem innlegg í umfjöllun kennara um samtíma hans. Í Safnahúsi hefur verið unnin mikil heimildavinna vegna uppsetningar sýningar um sr. Magnús, en hún var opnuð í vor. Var þetta kærkomið tækifæri …

Vel heppnuð haustferð

RitstjórnFréttir

Miðvikudaginn 31. ágúst sl. fóru nemendur og starfsfólk MB í árlega óvissuferð með nýnemum. Að vanda var öllum nemendum skólans boðin þátttaka í ferðinni og voru þátttakendur um 90 talsins. Lagt var af stað um kl. 11 og haldið í Hafnarfjörð þar sem nemendur og kennarar fóru í skemmtilegan ratleik um miðbæinn. Hópunum gekk misvel að leysa þrautirnar en ein …

Hafragrautur í morgunsárið

RitstjórnFréttir

Hafragrautur slær í gegn í MB Sú nýbreytni var tekin upp við Menntaskóla Borgarfjarðar í haust að bjóða nemendum upp á frían hafragraut og er verkefnið tilraun fram að áramótum. Nemendur hafa sannarlega tekið vel í þessa nýbreytni og hafa viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum. Ennfremur gefst nemendum kostur á öðrum léttum morgunverði gegn vægu gjaldi. Morgunverðurinn er oft …

Brautskráning 2011

RitstjórnFréttir

5 mg daily cialis a href=“https://menntaborg.is/wp-content/uploads/2011/06/IMG_3766.jpg“>Brautskráning nýstúdenta fór fram í hátíðarsal skólans föstudaginn 10. júní.  Brautskráðir voru 26 nemendur af þremur brautum skólans. 17 nemendur voru brautskráðir af félagsfræðabraut til stúdentsprófs, 8 nemendur af náttúrufræðibraut til stúdentsprófs og einn nemandi af starfsbraut.  Margir nemendur hlutu viðurkenningar fyrir námsárangur og störf í þágu nemenda. Ólöf Sunna Gautadóttir fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi …

Dimmiternig í MB

RitstjórnFréttir

hives treatment Nemendur skólans sem verða brautskráðir 10. júní eru að dimmitera í dag.  Þau byrjuðu fjörið í nótt og  kl. 7:30 var tekið á móti þeim í skólanum með morgunmat af starfsmönnum skólans.  Setið var þar góða stund, rætt saman og gætt sér á góðgæti af morgunverðarhlaðborðinu.  Eftir það fóru nemendur um bæinn í kerru sem dregin var af …