Núna stendur yfir bókasöfnun hjá Menntaskóla Borgarfjarðar í því augnamiði að bæta bókakost bókasafns skólans. Snorri Þorsteinsson, fyrrverandi fræðslustjóri, færði skólanum veglega bókagjöf árið 2008, sem hefur nýst skólanum mjög vel. pay day loans online Víða er góður bókakostur í fórum fólks, sem ekki er mikið notaður. Menntaskóli Borgarfjarðar hefur á að skipa ungu fólki sem þyrstir í bóklestur. Skólinn hefur …
Dagur íslenskar tungu
Dagur íslenskrar tungu var þriðjudaginn 16. nóvember. Hann var haldinn hátíðlegur í Borgarnesi með dagskrá í Mennta- og menningarhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi. Dagurinn hófst á því að Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og fylgdarlið snæddi hádegisverð í boði Menntaskólans. Formleg dagskrá hófst kl 13:00 í hátíðarsal skólans. Sýnd voru atriði frá nemendum Grunnskólans í Borgarnesi og nemendum í Menntaskóla Borgarfjarðar.
Vettvangsferð stjórnmálafræðinema
Nemar í félagsfræði 304 héldu í gær ásamt kennara sínum í vettvangsheimsókn til Reykjavíkur. Heimsóknin var liður í námi í stjórnmálafræði og voru valdastofnanir þjóðarinnar skoðaðar. Fyrst var veitt leiðsögn um löggjafarsamkunduna Alþingi. Þingmenn eru þessa vikuna í kjördæmaviku svonefndri og var því rólegt og fámennt í Alþingishúsinu. Fengu nemendur ágætis fræðslu bæði um húsið, starfsemina og hlutverk löggjafarþingsins í …
Frábær árangur
Miðvikudaginn 13. október sl. fór fram stærðfræðikeppni framhaldsskólanema. Þessi keppni er í tveimur stigum, neðra og efra stigi. Neðra stigið er ætlað nemendum sem hafa lokið eða eru í stæ 303/4 en það efra nemendum sem eru í stæ 403/4 eða ofar. MB átti einn fulltrúa í keppninni að þessu sinni en það var Alexander Gabríel Guðfinnsson. Er skemmst frá …
Þingmaður í heimsókn
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður framsóknarmanna í norðvesturkjördæmi kom í heimsókn síðastliðinn föstudag og ræddi við nemendur í félagsfræði 304, sem fjallar um stjórnmálafræði. Guðmundur svaraði ýmsum spurningum nemenda, t.d. varðandi laun þingmanna, stefnumál sín, Evrópumálin, ríkisstjórnina, kreppuna og fortíð og nútíð Framsóknarflokksins
MB í Comeniusarsamstarfi
Fulltrúar skólans fóru í liðinni viku til Izmir í Tyrklandi vegna undibúnings og áætlanagerðar vegna Comeniusarverkefnis skólans. Verkefnið heitir „Migration and cultural influences“ og fjallar um fólksflutninga og áhrif þeirra. Auk MB taka Telheiras 23 skólinn í Lissabon í Portúgal, Leibnizschule í Hannover í Þýskalandi, Groevenbeek frá Ermelo í Hollandi og Atakent Anadolu Lisesi frá Izmir í Tyrklandi þátt í …
Kennslumyndbönd í dansi
Menntaskóli Borgarfjarðar hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á dans og danskennslu. Nú hafa verið útbúin kennslumyndbönd í dansi sem eru aðgengileg hér á vef skólans. Þau eru hugsuð fyrir nemendur skólans og aðra áhugasama sem vilja æfa hin ýmsu dansspor.
Ferð nemenda í ferðamálafræði
Eitt af því sem við höfum gert í ferðamálafræði var að fara í litlum hópum á veitingastaði á svæðinu og kanna aðstæður þar. Við fórum á Landnámsetrið. Þar skoðuðum við okkur um og tókum viðtal við starfsmann. Þarna er margt í boði, það ber helst að nefna; Egils- og landnámssýningu, leiksýningar á veturna, veitingar og reglulegar sögustundir.
Bleikur dagur
Krabbameinsfélagið hvetur fólk til að klæðast bleiku í dag og sýna með því samstöðu í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Nemendur í ferðamálafræði létu ekki sitt eftir liggja og mætti því Björgvin Óskar með bleika hárkollu í tilefni dagsins.
Nemendur MB á ferð um Vesturland
Þriðjudaginn 5. október fóru nemendur úr ferðamálafræði og rekstrarhagfræði í Búðardal. Í Búðardal heimsóttum við Mjólkursamlagið, gerðum verðkönnun í Dalakjör og svo að lokum fórum við á Eiríksstaði.