Á dögunum gerðu nemendur í kynjafræði athuganir á stöðu kynjanna í fjölmiðlum. Sædís, Halldóra, Herdís, Helga, Guðrún, Harpa og Erla Björk fengu ýmsar áhugaverðar niðurstöður. Í athugunum þeirra kom fram að mikill kynjamunur er í fjölmiðlum. Karlar koma oftar fyrir í fréttagreinum og eru oftast í mun stærri og merkilegri fréttum en konur. Þó hefur hlutfall kvenna í fjölmiðlum vaxið …
Ný ritnefnd Eglu tekur til starfa
Ritnefnd 4. tölublaðs skólablaðsins Eglu hefur nú tekið til starfa. Óli Valur Pétursson er ritstjóri en með honum munu starfa Ingibjörg Melkorka Blöndal Ásgeirsdóttir, aðstoðarritstjóri, Helena Rós Helgadóttir, gjaldkeri, Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, markaðsstjóri, Halldóra Aðalheiður Ólafsdóttir, hönnuður og greinastjóri, Gróa Lísa Ómarsdóttir, meðstjórnandi og Gunnlaugur Yngvi Sigfússon, ljósmyndari. Áætlað er að blaðið komi út með vorinu. Myndin er af ritstjórn …
Angela og Elín Heiða tóku þátt í hæfileikakeppni
Angela Gonder og Elín Heiða Sigmarsdóttir tóku þátt í hæfileikakeppni starfsbrauta sem fór fram í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sl. fimmtudagskvöld. Þær fluttu lagið Undo sem Sanna Nielsen söng í Eurovision keppninni sl. ár fyrir Svíþjóð. Starfsbrautir 15 skóla á landsvísu tóku þátt í keppninni. Pollapönkarar ásamt Siggu Eyrúnu sem varð í öðru sæti í fyrra voru dómarar og spiluðu tvö …
Gestkvæmt í MB
Árlega býður Menntaskóli Borgarfjarðar nemendum tíundu bekkja í nágrenninu í heimsókn í skólann. Gestirnir ganga um skólahúsnæðið, líta í kennslustundir og fá fræðslu um skólastarfið. Um 70 nemendur úr Grunnskóla Borgarness, Varmalandsskóla, Kleppjárnsreykjaskóla og Auðarskóla í Dölum komu í skólann nú í vikunni og var sú heimsókn skemmtileg og vel heppnuð í alla staði. Á miðvikudagskvöldið var svo kynningarfundur um …
Prjónamaraþon útskriftarnema
Útskriftarnemendur efndu nýverið til prjónamaraþons í skólanum. Prjónað var að kappi í sólarhring. Markmiðið var að safna fé í ferðasjóð en hópurinn stefnir að utanlandsferð í byrjun sumars. Húfur og fleira sem prjónað var ætla nemendur að gefa Mæðrastyrksnefnd auk þess sem afgangsgarn verður gefið til góðra nota.
Nemendur bjóða upp á asískar kræsingar
Nemendur í áfanganum „saga fjarlægra þjóða“ tóku sig til í dag og sáu um hádegisverð í mötuneyti skólans. Í áfanganum er fjallað um Ameríku, Asíu og Afríku frá örófi til nútímans. Markmið áfangans eru annars vegar að ná tökum á þeim vinnubrögðum sem gerðar eru kröfur um í fyrstu námskeiðum í háskóla og hins vegar að velta upp möguleikum á …
Kynjafræðiáfangi opnar augu nemenda
Undanfarnar vikur hafa nemendur verið að taka fyrir fjölmiðla í áfanganum KYN2A04. Salvör Gylfadóttir gerði rannsókn á fimm stærstu útvarpsstöðvum á Íslandi. Þær eru: FM 957, Bylgjan, Rás 2, Kiss FM og X-ið. Hún taldi fjölda karla og kvenna á Topp 20 vinsældalistum þessara útvarpsstöðva. Kom þá í ljós að konur mældust aldrei í hærra hlutfalli en 20% auk þess …
Athugun á stöðu kynjanna í fjölmiðlum
Á dögunum gerðu nemendur í kynjafræði athuganir á stöðu kynjanna í fjölmiðlum. Stefnir Ægir Stefánsson og Óli Valur Pétursson fjölluðu um tölvuleiki og ofurhetjur. Óli Valur byrjaði á að skoða hlutfall kvenna og karla í ofurhetjuheimunum og niðurstöðurnar voru sláandi. Hlutfall kvenna sem eru þekktar ofurhetjur er ótrúlega lágt. Í raun svo lágt að í 100 mest seldu teiknimyndasögunum var …
Skráning í aðgangspróf í Háskóla Íslands
Fjórar deildir innan Háskóla Íslands munu nota aðgangspróf fyrir háskólastig (A-próf) til að taka inn nemendur haustið 2015: Lagadeild, Hjúkrunarfræðideild, Hagfræðideild og Læknadeild. Tvær þær síðastnefndu nota einnig frekari próf til inntöku nema. Opnað hefur verið fyrir skráningu í A-próf sem munu fara fram 21. mars og 12. júní n.k. Skráning í A-prófið fer fram á heimasíðunni http://www.hi.is/a_prof en þar …
Lokaverkefni kynnt á málstofum
Nemendur sem stefna að útskrift í vor vinna nú að lokaverkefnum sínum. Að venju kynntu nemendur verkefni sín á málstofum. Segja má að nemendur fjalli um allt milli himins og jarðar svo fjölbreytt er verkefnavalið. Nemendur og kennarar fjölmenntu á málstofurnar og lögðu spurningar fyrir frummælendur. Á myndinni er Sumarliði Páll Sigurbergsson að fjalla um geimsjónauka.