Menntaskólinn í Borgarfirði fékk skemmtilega heimsókn í síðustu viku þegar Lara Roje frá Króatíu, Yuriko Yokoyama frá Japan og Ogwang Denis Mobjoe frá Úganda komu og kynntu menningu sína fyrir nemendum í félagsfræði. Nemendur fengu umfjöllun um stríðið í Króatíu og áhrif þess á samfélagið, rætt var um matarmenningu og uppfinningar ásamt mörgu öðru. Nemendur fræddust líka um ólíka þjóðflokka …
„Dark Side of the moon“
Leikfélag nemendafélags skólans er að setja upp leikritið „Dark Side of the moon“ Þetta er frumsamið verk út frá einni vinsælustu plötu heims í gegnum spuna af leikstjóranum Bjarti Guðmundsyni og leikhópnum. Á endanum verður síðan sett saman heilstætt verk með tónlist, dansi og öllu tilheyrandi. Þetta verk hefur ekki verið sett upp áður og er farið að vekja mikla …
Westside
Westside var haldið fimmtudaginn 27. janúar. Á Westside hittast nemendur framhaldsskólanna þriggja á Vesturlandi og eiga góða stund saman. Fjörið byrjaði kl. 17. með því að keppt var í nokkrum keppnisgreinum eins og fótbolta, körfubolta, blaki, boccia og spurningakeppni í anda Gettu betur. Það voru nemendur í Menntaskóla Borgarfjarðar sem unnu keppnina þetta árið og fengu faraldbikar að launum. Um …
Söngkeppni MB og Mímis
Söngkeppni Menntaskóla Borgarfjarðar og ungmennahússins Mímis var haldin í gærkvöldi. Þar var keppt um hver verður fulltrúi MB í Söngkeppni framhaldsskólanna. Sjö einstaklingar tóku þátt í keppninni það voru þau Díana, Ísfold, Jóhanna María, Óli Þór, Þorkell, Magnús Daníel og Vigdís Elín. Sigurvegari varð Magnús Daníel Einarsson og söng hann lagið When you belive við undirleik Birnu Kristínar.
Luku námi við MB
Tveir nemendur luku námi við skólann nú í janúar. Það voru þær Erla Rún Rúnarsdóttir á Náttúrufræðibraut og Linda Björk Jakobsdóttir á Félagsfræðabraut. Þar sem ekki er formleg brautskráningarathöfn í janúar fengu þær stöllur afhent skíreini hjá skólameistara en munu taka þátt í athöfninni í vor með þeim nemendum sem þá brautskrást. Starfsfólk MB óskar Erlu Rún og Lindu Björk …
Skólameistaraskipti í Menntaskóla Borgarfjarðar
Í dag tók Lilja S. Ólafsdóttir við starfi skólameistara í Menntaskóla Borgarfjarðar þegar Ársæll Guðmundsson lét formlega af störfum sem skólameistari. Lilja hefur verið aðstoðarskólameistari í frá því að skólastarf hófst í MB. Við í MB óskum Lilju til hamingju með nýja starfið um leið og við þökkum Ársæli fyrir samstarfið á liðnum árum.
Vorönn 2011
Stundatöflur (og tölvur til nýnema sem eru í 12 einingum eða fleiri) verða afhentar föstudaginn 14. janúar kl. 10. Stundatöflur og einkunnir verða aðgengilegar í INNU eftir kl. 16 fimmtudaginn 13. janúar. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 17. janúar. Óskir um breytingar á stundatöflu verða afgreiddar frá mánudegi 17. janúar til miðvikudags 19. janúar. how to get your ex back? …
Kennsla hafin að nýju
Kennsla hófst að nýju eftir jólafrí í dag mánudaginn 3. janúar. Nemendur mættu í skólann eftir gott jólafrí. Ekki var annað að sjá og heyra en að nemendur hefðu haft það gott í jólafríinu og væru til í að takast á við námið að nýju.
Skólameistari lætur af störfum
Ársæll skólameistari við MB lætur af störfum núna um áramótin. Hann mun taka við embætti skólameistara við Iðnskólann í Hafnafirði. Ársæll mun þó starfa í MB eitthvað fram í janúar samhliða starfi sínu í Hafnafirði. Við í MB óskum Ársæli velfarnaðar í nýja starfinu og þökkum samstarfið á liðunum árum. spy app for android zp8497586rq