Innritun á haustönn 2020

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Innritun eldri nemenda (fæddir 2003 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hófst mánudaginn 6. apríl og lýkur sunnudaginn 31. maí. Þeir nota til þess rafræn skilríki eða Íslykil sem hægt er að sækja um á www.island.is  Sótt er um á menntagatt.is Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 6. maí til 10. júní. Nemendur í 10. …

Gleðilega páska – páskaleyfi

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Föstudagurinn 3. apríl er síðasti kennsludagur fyrir páska. Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi miðvikudaginn 15. apríl kl. 8:20. Gleðilega páska!

Forinnritun í framhaldsskóla á haustönn 2020

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Forinnritun nemenda í 10. bekk stendur yfir dagana 9. mars til 13. apríl Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2004 eða síðar) hófst mánudaginn 9. mars og lýkur 12. apríl nk. Nemendur fá sent bréf með leiðbeiningum um hvernig sækja á um frá Menntamálastofnun, en í bréfinu er líka að finna veflykil sem þeir nota til að komast inn í …

Líf og fjör í MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Þó svo að hefðbundn kennsla sé ekki í gangi innan veggja MB er alltaf líf og fjör í skólanum. Það fer fram á öðrum vígstöðum en hefðbundið er. Nemendur og kennarar takast á við kennslu og nám um leið og þeir sinna sínum hugðarefnum. Hér má sjá nokkrar myndir úr skólalífinu í MB þessa vikuna.

Námsmat í MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

  NÁMSMATIÐ ER SAMOFIÐ ÖLLU SKÓLASTARFI OG MIKILVÆGUR HLUTI LEIÐARINNAR AÐ AUKINNI ÞEKKINGU OG SKILNINGI. Námsmatið er fyrst og fremst leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda, og að leiðbeina þeim um hvað betur megi fara, er í brennidepli. Leiðsagnarmat er til að fylgjast með og sjá stöðuna meðan á námi stendur. Megintilgangur leiðsagnarmats er að gera nemendur meðvitaða um það sem …

Bréf frá Almannavörnum

admin.aronaFréttir

Allir nemendur, starfsfólk og foreldrar fengu bréf frá Almannavörnum er varða viðbrögð vegna Covid-19 veirunnar. Við hvetjum alla til að lesa bréfið og kynna ykkur efni þess. Hér er bréfið á íslensku, ensku og pólsku.

Neyðarstig vegna Covid-19

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Eins og kunnugt er hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir hættustigi á landinu vegna veirunnar COVID-19. Það er gert í samráði við sóttvarnarlækni og embætti landlæknis. Frekari upplýsingar og leiðbeiningar útbreiðslu COVID-19 sýkilsins er að finna á vefsíðu embættis landlæknis á https://www.landlaeknir.is/ Nemendur og starfsfólk sem hafa kvef eða inflúensueinkenni eru hvött til að vinna að heiman ef þess er kostur og …

Náttúrufræðibraut

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Náttúrufræðibraut Á náttúrufræðibraut MB er lögð áhersla á kjarnagreinar og raunvísindagreinar, s.s. eðlisfræði, efnafræði, líffræði og jarðfræði. Markmið náttúrufræðibrautar er að búa nemendur undir nám í raunvísindum og skyldum greinum á háskólastigi. Nám á náttúrufræðibraut er 200 einingar og það samanstendur af kjarna (187 ein.) og vali (13 ein.). Nemandi sem staðist hefur grunnskólapróf í kjarnagreinum getur lokið námi á …

Félagsfræðabraut

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Á félagsfræðabraut MB er megináherslan lögð á kjarnagreinar og samfélagsgreinar s.s. félagsfræði, sögu, sálfræði, siðfræði og kynjafræði. Félagsfræðabraut er ætlað að veita nemendum undirbúning undir nám í mennta–, félags– og hugvísindadeildum háskóla. Nám á félagsfræðabraut er 200 einingar og það samanstendur af kjarna (180 ein.) og vali (20 ein.). Nemandi sem staðist hefur grunnskólapróf í kjarnagreinum getur lokið námi á …