Kennsla hefst klukkan 09:00 í MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Á vorönn var lagt af stað með þó nokkrar breytingar á stundatöflu og fyrirkomulagi kennslunnar. Bæði hafa kennslustundir farið úr því að vera að jafnaði 2*40 mínútur í 1*60 sem og að nú eru vinnustundir tvisvar í viku. Við þessar breytingar á skipulagi opnuðust möguleikar á hefja kennslu síðar en venjan hefur verið. Nú á vorönn hefst öll kennsla klukkan …

Kennsla hafin á vorönn 2021

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Kennsla hófst hér í MB fimmtudaginn. Það var frábært að sjá nemendur hér í skólanum og við vonum að þannig verði það áfram. Líkt og áður hefur komið fram er skipulag kennslu á þessari vorönn með talsvert breyttu sniði. Breytt hefur verið í 60 mínútna kennslustundir og eins eru vinnustofur tvo daga í hverri viku. Þetta nýja fyrirkomulag gefur kennurum …

MB og samstarf

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Í stefnu Menntaskóla Borgarfjarðar er lögð áhersla á mikilvægi þess að MB tengist aðilum í samfélaginu, til dæmis með aðkomu að kennslu eða öðru starfi við skólann. Mikilvægi þessa góða sambands skóla við sitt samfélag er alltaf mikið og ekki síst nú þegar atvinnuhættir og samfélag þróast hratt með aukinni tækni og tækifærum.   Undanfarin misseri hefur verið nokkur vinna …

Vorönn 2021

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Árið 2021 bíður okkar og við lítum björtum augum til vorannarinnar. Viðbúið er að upphaf annar markist af breyttum kennsluháttum til að hlíta samkomutakmörkunum. Við hins vegar trúum og treystum því að skólastarf og félagslíf færist í hefðbundnara form þegar sól hækkar á lofti. Frá stofnum MB hefur skólinn leitast við að aðlaga sig breyttum aðstæðum, menningu og tíðaranda. Frá …

EGLA 2020

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Sjötta tölublað skólablaðsins Eglu er komið út. Efni blaðsins er fjölbreytt, viðtöl við fyrrverandi og núverandi nemendur, umfjöllun um félagslíf , ýmiskonar skemmtiefni, stjörnuspá o.fl. Egla kom fyrst út árið 2011 og hélt útgáfa blaðsins dampi næstu fjögur árin eftir það, eða til 2016. Síðan hefur blaðið legið í dvala og ekki verið gefið út. Þar til nú. Ritstjórn Eglu …

Kennsla / vinnustofur

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Við í MB höfum frá því að takmarkanir á skólahaldi hófust haft það að leiðarljósi að leita allra leiða til að koma til móts við ykkur nemendur á sem persónulegastan máta og hægt er. Þannig munum við vinna áfram Miðað við þær reglur sem taka gildi frá og með miðvikudeginum 18. nóv  þá höfum við ákveðið að breyta um takt …

Skólahald næstu viku

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Skólahald næstu viku mun verða með aðeins breyttu sniði. Áfram verða sömu áfangar kenndir í staðnámi.  Hinsvegar munu kennarar í þeim fögum einnig hafa „opið“ á TEAMS þannig að hægt er að fylgjast með kennslustundum yfir netið. Ef nemendur óska eftir því að fá að sitja þessa  áfanga heima en ekki mæta á staðinn þarf að sækja um það sérstaklega …

Breyting á skóladagatali

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Frá stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar hefur skólinn verið með námsmat í formi leiðsagnarmats.  Í upphafi var þetta ein sérstaða  skólans, en mjög margir skólar hafa hinsvegar farið þessa leið síðustu ár. Markmiðið með  leiðsagnarmati er að gera nemendur meðvitaða um það sem þeir læra, hvernig þeir læra og hvað er ætlast til af þeim. Leiðsagnarmat byggist því á góðri umsögn frá kennurum, …

Skólahald næstu viku

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Ríkislögreglustjóri lýsti í gær yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna sýkinga af völdum COVID-19. Mikil fjölgun smita undanfarna daga auka líkur á veldisvexti. Fyrst af öllu hvet ég ykkur kæru nemendur til að  fylgja leiðbeiningum um einstaklingsbundnar smitvarnir, og virða gildandi takmarkanir. Nú reynir á að við stöndum saman og bregðumst við. Samhliða auknu viðbúnaðarstigi hafa verið gefnar …

Frekari takmarkanir á skólahaldi

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Sóttvarnarlæknir hefur lagt fram nýjar tillögur um hertar aðgerðir vegna aukinna fjölda COVID-19 smita. Á þessu stigi er ekki ljóst hvaða áhrif þær koma til með að  hafa á skólastarfið okkar í MB og við bíðum eftir nánari upplýsingum frá heilbrigðis og menntamálayfirvöldum. Nánari upplýsingar verða birtar seinnipartinn á morgun fjórða október. Kær kveðja úr MB