Danskeppni

RitstjórnFréttir

Síðasta skóladag ársins var haldin danskeppni í skólanum. Dans á stórann þátt í starfi skólans og allir nemendur taka áfanga í dansi. Keppendur í danskeppninni tóku nokkra dansa.   Dómnefnd var skipuð tveim danspörum frá svæðinu. Í lokin voru úrslitin tilkynnt og dómnefndin tók nokkur spor. Eva Karen danskennari skólans hafði umsjón með danskeppninni. write my paper Formenn nemendafélagið þau Logi …

Áskorendadagur

RitstjórnFréttir

Hinn árlegi áskorendadagur fór fram 16. desember. Hann fer þannig fram að nemendur og starfsmenn skólans velja hvor um sig 5 keppnisgreinar. Síðan má hvort lið taka eina grein út. Þær greinar sem keppt var í núna voru “sploinge dong” sem felst í því að notuð er blaðra út bolta og reynt að koma henni í mark andstæðinganna, ekki má …

Skólinn komin í jólabúninginn

RitstjórnFréttir

Nemendur og starfsfólk skólans mættu í hátíðarsal skólans kl. 10:30 fimmtudaginn 2. desember og hófust handa við að skreyta jólatré skólans sem var búið að koma fyrir í salnum. Jólatréð var svo fært á opið svæði fyrir innan aðalinngang skólans. Það mun það fá að njóta sín fram yfir jól. Spiluð voru jólalög og myndaðist þessi fína jólastemming í skólanum. …

07-08-09-10 fundur

RitstjórnFréttir

07-08-09-10 fundur var á sal skólans miðvikudaginn 1. des kl 11:00.  Lilja aðstoðarskólameistari fór yfir það sem er framundan fram að jólum.  Einnig sagði nemendafélagið frá því sem er á döfinni hjá þeim. essay writing zp8497586rq

Menntaskóli Borgarfjarðar er nú ,,skóli á grænni grein“

RitstjórnFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar hefur nú gengið til liðs við verkefnið ,,Skólar á grænni grein„.  Með þátttöku í þessu verkefni á vegum Landverndar stefnir Menntaskóli Borgarfjarðar að því að auka þekkingu og efla virðingu fyrir náttúru og umhverfi lands og hafs. Jafnframt vill Menntaskóli Borgarfjarðar stuðla að góðri umgengni og sjálfbærri nýtingu auðlinda og vinna gegn hvers konar mengun og umhverfisspjöllum.

Bókasöfnun í gangi – Bók er næring

RitstjórnFréttir

Núna stendur yfir bókasöfnun hjá Menntaskóla Borgarfjarðar í því augnamiði að bæta bókakost bókasafns skólans.  Snorri Þorsteinsson, fyrrverandi fræðslustjóri, færði skólanum veglega bókagjöf árið 2008, sem hefur nýst skólanum mjög vel. pay day loans online Víða er góður bókakostur í fórum fólks, sem ekki er mikið notaður.  Menntaskóli Borgarfjarðar hefur á að skipa ungu fólki sem þyrstir í bóklestur. Skólinn hefur …

Dagur íslenskar tungu

RitstjórnFréttir

Dagur íslenskrar tungu var þriðjudaginn 16. nóvember.  Hann var haldinn hátíðlegur í Borgarnesi með dagskrá í Mennta- og menningarhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi.  Dagurinn hófst á því að Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og fylgdarlið snæddi hádegisverð í boði Menntaskólans.  Formleg dagskrá hófst kl 13:00 í hátíðarsal skólans.  Sýnd voru atriði frá nemendum Grunnskólans í Borgarnesi og nemendum í Menntaskóla Borgarfjarðar.

Forsetinn og nemendur MB

Vettvangsferð stjórnmálafræðinema

RitstjórnFréttir

Nemar í félagsfræði 304 héldu í gær ásamt kennara sínum í vettvangsheimsókn til Reykjavíkur. Heimsóknin var liður í námi í stjórnmálafræði og voru valdastofnanir þjóðarinnar skoðaðar. Fyrst var veitt leiðsögn um löggjafarsamkunduna Alþingi. Þingmenn eru þessa vikuna í kjördæmaviku svonefndri og var því rólegt og fámennt í Alþingishúsinu. Fengu nemendur ágætis fræðslu bæði um húsið, starfsemina og hlutverk löggjafarþingsins í …

Frábær árangur

RitstjórnFréttir

Miðvikudaginn 13. október sl. fór fram stærðfræðikeppni framhaldsskólanema. Þessi keppni er í tveimur stigum, neðra og efra stigi. Neðra stigið er ætlað nemendum sem hafa lokið eða eru í stæ 303/4 en það efra nemendum sem eru í stæ 403/4 eða ofar. MB átti einn fulltrúa í keppninni að þessu sinni en það var Alexander Gabríel Guðfinnsson. Er skemmst frá …

Þingmaður í heimsókn

RitstjórnFréttir

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður framsóknarmanna í norðvesturkjördæmi kom í heimsókn síðastliðinn föstudag og ræddi við nemendur í félagsfræði 304, sem fjallar um stjórnmálafræði. Guðmundur svaraði ýmsum spurningum nemenda, t.d. varðandi laun þingmanna, stefnumál sín, Evrópumálin, ríkisstjórnina, kreppuna og fortíð og nútíð Framsóknarflokksins