EGLA 2021

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Sjöunda tölublað skólablaðsins Eglu er komið út. Efni blaðsins er fjölbreytt, viðtöl við fyrrverandi og núverandi nemendur, viðtöl við íþróttahetjur í héraði, umfjöllun um félagslíf og áfram mætti telja. Ritstjórn Eglu 2021 skipa fimm kraftmiklar stúlkur, Elisabeth Ýr Mosbech Egilsd. Ritstýra, Unnur Björg Ómarsdóttir Markaðsstjóri,  Freyja Ebba Halldórsdóttir Greinastjóri, Þórunn Tinna Jóhannsdóttir Meðstjórnandi, Eygló Sól Pálsdóttir Meðstjórnandi.Þeim til aðstoðar var …

Átta nemendur útskrifast frá MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Átta nemendur MB útskrifuðust með stúdentspróf núna í desember. Hefð er fyrir því að nemendur sem útskrifast á haustönn útskrifast formlega frá skólanum við hátíðlega athöfn að vori. Nemendur koma þó við þessi tímamót og taka á móti sínum skírteinum. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan góða árangur og óskum þeim gæfu og góðs gengis í framtíðinni. Á …

Skólaþróun í MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Menntun fyrir störf framtíðar í Menntaskóla Borgarfjarðar Menntaskóli Borgarfjarðar hefur löngum verið þekktur fyrir að vera sveigjanlegur og framsækinn skóli og gefur ekkert eftir í því markmiði sínu. Í fyrra vor skipulagði skólinn ráðstefnu sem bar heitið “Menntun fyrir störf framtíðarinnar.” Ráðstefnan endurspeglaði á margan hátt það sem fullrúar atvinnulífs á Íslandi og OECD telja vera mikilvæga hæfni fyrir framtíðina …

Fjarnám við MB haustið 2021

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Við í MB bendum á að enn er opið er fyrir umsóknir í fjarnám hjá MB Fjarnám í MB er góður kostur fyrir þá sem ekki geta stundað nám á hefðbundinn hátt.  Í fjarnámi hafa nemendur aðgang að kennara sínum í gegnum tölvusamskipti og öllu efni er miðlað á vefumsjónarkerfi. Verkefni eru þannig sett inn á kennslukerfi (Moodle) skólans sem …

Brautskráning 2021

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Föstudaginn 28. maí voru 27 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Marinó Þór Pálmason nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema, Marinó minnti okkur öll á að velja með hjartanu, frábær og falleg ræða sem snerti við öllum viðstöddum.  Að venju er utanaðkomandi aðila boðið að vera með gestaávarp við brautskráningu en að þessu sinni var það hin fjölhæfa Heiðrún Helga Bjarnadóttir …

Brautskráning

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Brautskráning fer fram í MB föstudaginn 28. maí klukkan 14:00. Í ljósi nýrra reglna um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er ljóst að við í MB munum ekki setja nein fjöldatakmörk gesta við útskrift.  Ákveðnar reglur gilda þó  við athöfnina sem ég bið alla að virða. Nemendur og starfsfólk sitja saman og þurfa ekki grímu nema þegar staðið er upp …

Árshátíð NMB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

        Árshátíð Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar (NMB) var haldin hátíðleg miðvikudagskvöldið 19. maí. Veislustjóri var Jón Jósep Snæbjörnsson eða Jónsi í Svörtum fötum eins og hann er oft kallaður og fórst honum það verkefni vel úr hendi. Veitingar komu  frá Galito á Akranesi eins og undanfarin ár. Foreldrar tóku virkan þátt og aðstoðuðu við frágang og framreiðslu eins …

Aðalfundur MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Hér með er boðað til aðalfundar Menntaskóla Borgarfjarðar Stund: Þriðjudaginn 27. apríl  nk. kl. 12:00. Staður: Menntaskóli Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi   Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf  Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins Skýrsla stjórnar Ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning formanns og varaformanns stjórnar félagsins úr hópi kjörinna …aðalstjórnarmanna Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða …

Menntun fyrir störf framtíðar

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Líkt og komið hefur er starfandi innan Menntaskóla Borgarfjarðar starfshópur sem ætlað er að móta tillögur fyrir skólaþróun MB. Markmiðið er að efla sérstöðu og ímynd skólans, koma til móts við nýjar þarfir í menntun ungs fólks, fjölga nemendum og laða að enn fjölbreyttari hóp nemenda auk þess að stuðla að jákvæðari búsetuskilyrðum í Borgarfirði. Margir hópar hafa lagt sitt …