2. 3 Markmið

Markmið Menntaskóla Borgarfjarðar eru að:

Nám og gæði kennslu

  • skólinn leggi metnað sinn í að hafa ávallt vel menntað og metnaðarfullt starfsfólk sem gerir kröfur til sín og nemenda
  • efla starfsþróun kennara
  • veita kennurum svigrúm til sjálfstæðis og frumkvæðis í starfi
  • fylgjast vel með því sem hæst ber á sviði uppeldis- og kennslumála
  • nemendur fái ávallt gæða stoðþjónustu við sitt hæfi
  • skapa gott starfsumhverfi fyrir nemendur og starfsfólk
  • starfshættir mótist af umburðarlyndi og jafnrétti, virðingu, lýðræðislegu samstarfi og ábyrgð
  • að námið veiti bæði fræðilega og hagnýta þekkingu
  • auka tengsl við nærsamfélagið með áherslu á samvinnu og samstarf við skóla og fyrirtæki í héraðinu

Nemendur

  • nemendur hafi aðgang að öflugri stoðþjónustu
  • styðja við námshvöt nemenda, rækta námsgleði og vinnuanda
  • efla frumkvæði, sjálfstæði og ábyrgð nemenda
  • raddir nemenda séu virkur þáttur í starfi skólans
  • styðja vel við félagslíf nemenda
  • sérhver nemandi hafi tækifæri til að rækta sína hæfileika og ná góðum árangri
  • við skólann séu nemendagarðar

Stjórnun

  • fjármál og rekstur skólans einkennist af gagnsæi og jafnvægi
  • aukin áhersla verði lögð á að kynna námsframboð skólans
  • nota innra mat með markvissum hætti til umbóta í skólastarfi