Nemandi sem stundar umfangsmikla íþróttaþjálfun á vegum sérsambands og eða íþróttafélags undir stjórn sérmenntaðs þjálfara, íþróttafræðings eða kennara samhliða námi í framhaldsskóla getur sótt um undanþágu til skólameistara frá áföngum í íþróttum, líkams– og heilsurækt. Undanþágan nær þó ekki til áfanganna ÍÞR1HL01 og ÍÞR1LS01. Nemendur þurfa að framvísa áætlun um æfingar sem staðfestar eru af þjálfara. Æfingar þurfa að vera að lágmarki sex skipti á viku. Nemendur geta fengið eina einingu á önn að hámarki í fjórar annir.