- Leitast skal við að leysa ágreiningsmál innan skólans. Miðað er við að umsjónarkennarar og náms- og starfsráðgjafi séu hafðir með í ráðum við meðferð ágreiningsmála sem varða skjólstæðinga þeirra.
- Ef upp kemur ágreiningur milli nemenda, og/eða starfsmanna skólans má vísa ágreiningi til skólameistara. Uni málsaðilar ekki niðurstöðu skólameistara má vísa málinu til skólanefndar.
- Telji nemandi, eða forráðamenn ólögráða nemanda ára að brotið hafi verið á rétti nemandans, sbr. þessar skólareglur, skal snúa sér til viðkomandi kennara, umsjónarkennara eða skólameistara.
- Brjóti nemandi skólareglur er honum veitt skrifleg viðvörun áður en til áminningar kemur nema brotið sé þess eðlis að því verði ekki við komið, svo sem brot á almennum hegningarlögum. Nemanda er heimilt að veita andmæli, slík andmæli þurfa að berast skólameistara innan tveggja daga frá því skrifleg áminning er veitt.
- Brjóti ólögráða nemandi reglur skólans eru foreldrar/forráðamenn látnir vita um það.
- Við meðferð mála skal sérstaklega gæta ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993, laga nr. 90/2018 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga og upplýsingalaga nr. 140/2012.
- Leitast skal við að afgreiða brot á skólareglum með skjótum hætti.