- Ef nemandi er fjarverandi (lögleg forföll; veikindi eða leyfi) þegar próf er lagt fyrir tekur hann prófið í næstu kennslustund í viðkomandi áfanga. Ef nemandi mætir ekki í næstu kennslustund þá fær hann 0 í einkunn.
- Verði nemandi uppvís að því að nota óleyfileg gögn, veita eða þiggja hjálp frá öðrum nemanda er honum vísað úr prófi og telst fallinn í viðkomandi prófi.
- Ef próftími er 80 mínútur er nemenda óheimilt að yfirgefa stofuna (próf) fyrstu 20 mínútur prófsins.
- Próf fyrir fjarnema fara fram á Teams eða á Moodle, ekki fleiri en 2-3 próf í hverjum áfanga. Upplýsingar um námsmat koma fram í kennsluáætlun hvers áfanga. Þar kemur m.a. fram hversu mörg próf nemendur taka í hverjum áfanga, nánar um fyrirkomulag þeirra og í hvaða viku þau eru. Nemendur verða að gera ráð fyrir að geta tekið prófin á tilsettum tíma.
Endurtekt prófa/verkefna
Í MB eru engin lokapróf í loka anna. Allir áfangar skólans eru verkefnamiðaðir og námsmat í formi leiðsagnarmats. Í kennsluáætlunum allra áfanga kemur fram að nemendur þurfa að skila ákveðnum verkefnum og styttri prófum á hverri önn, því eru enginn endurtektarpróf eða verkefni í boði. Til að standast námsmat í áfanga og fá leyfi til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunn 5.
Eina undantekning frá þessari reglu tekur gildi ef um er að ræða fall í áfanga sem kemur í veg fyrir útskrift á loka önn/ári og kemur þar með í veg fyrir brautskráningu. Þá á nemandi rétt á að endurtaka próf/verkefni í einum áfanga, eins er heimilt að útskrifast með einkunnina 4 ef um lokaáfanga eða stakan áfanga er að ræða. Sá áfangi gefur ekki einingu.