Lögð er áhersla á að starfsfólk hafi góða aðstöðu en það er lykilatriði í að halda góðu fólki. Fastráðnir kennarar hafa sér aðstöðu þar sem þeir geta geymt sína hluti svo sem bækur o.fl. Aðstaða starfsfólks er með öflugri tölvutengingu. Kaffistofa starfsfólks er rúmgóð og þar er bæði borð til að sitja við og borða eða drekka kaffi og einnig setkrókur með þægilegri sætum.