Neyðar- og öryggisáætlun Menntaskóla Borgarfjarðar nær til viðbragða starfsmanna skólans við hættuástandi sem getur myndast vegna eldsvoða, jarðskjálfta sem og annarrar vár, t.d. vegna sprengjuhótunar. Verði jarðskjálfti þá skal fylgja leiðbeiningum Almannavarna ríkisins sem er að finna inn á vef stofnunarinnar. Verði eldsvoði eða fái skólinn sprengjuhótun þá skal fylgja rýmingaráætlun skólans. Starfsfólk/nemendur athugi vel að á neðri hæð skólans er mögulegt að nota glugga sem útgönguleiðir.
Sjá nánar https://menntaborg.is/skolinn/aaetlanir/neydar-og-oryggisaaetlun/
Einnig má sjá hér áætlun Menntaskóla Borgarfjarðar er varðar viðbrögð við ógnir vegna náttúruvár, smitsjúkdóma efnaslysa og fleira.
Sjá nánar: https://menntaborg.is/skolinn/aaetlanir/vidbragdsaaetlun/