Við skólann starfar náms– og starfsráðgjafi í 60% starfshlutfalli. Námsráðgjafi veitir nemendum leiðsögn í persónulegum málum sem snerta námið og skólann og eru þeim til ráðgjafar og aðstoðar við lausn vandamála sem tengjast námi eða félagslegum þáttum skólavistarinnar. Námsráðgjafi metur hvort unnt sé að leysa úr málum innan skólans eða hvort leita þurfi eftir sérhæfðari meðferð til viðeigandi sérfræðinga eða stofnana. Hann kemur upplýsingum þar um til skólameistara. Lögbundið hlutverk námsráðgjafa er m.a.:
- að skipuleggja og sjá um framkvæmd náms- og starfsfræðslu í skólanum
- annast ráðgjöf um náms- og starfsval
- að taka þátt í að skipuleggja ýmsar aðgerðir til að stuðla að betri líðan nemenda í skólanum,
- fylgjast með námsgengi nemenda sem til hans leita eða til hans er vísað og gera tillögur til úrbóta gerist þess þörf
- að liðsinna kennurum vegna námsvanda einstakra nemenda og vera þeim til aðstoðar við skipulagningu og umsjón með nemendahópum
- að hafa samband við forráðamenn nemenda þegar þörf er á
- að fylgjast með nýjungum á sviði námsráðgjafar
Námsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu, svo sem aðrir starfsmenn skólans.