Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) tekið gildi. Þessi lög varða öll börn og ungmenni á Íslandi frá 0 – 18 ára aldurs. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.
Í lögunum kemur fram að allir nemendur undir 18 ára aldri og fjölskyldur þeirra geta leitað til tengiliðar innan skólans. Tengiliður veitir upplýsingar, leiðbeinir og beinir málum í réttan farveg, eftir því sem þörf krefur. Ef þörf er á frekari aðstoð geta foreldrar og börn, með aðstoð tengiliðar, lagt fram beiðni um samþættingu þjónustu. Tengiliður getur þá óskað eftir upplýsingum frá þeim sem þjónusta barnið með það að markmiði að skipuleggja og fylgja eftir samþættri þjónustu við það. Ef barnið hefur þörf fyrir frekari þjónustu til lengri tíma skal sveitarfélag þar sem barn á lögheimili tilnefna málstjóra á grundvelli laganna. Tengiliður getur aðstoðað börn og foreldra við að koma upplýsingum um þörf fyrir tilnefningu málstjóra til sveitarfélags.
Foreldrar og nemendur í Menntaskóla Borgarfjarðar hafa aðgang að tengilið við skólann.
Tengiliður vegna farsældarþjónustu í MB er:
Elín Kristjánsdóttir, náms- og strafsráðgjafi elin@menntaborg.is
Nánari upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barna, sjá á heimasíðunni farsaeldbarna.is
Til að óska eftir þjónustu þurfa forráðamenn og/eða nemendur að fylla út eyðublað með umsókn sem þarf að berast til tengiliðar innan skólans. Tilgangurinn er að auka samstarf þjónustuaðila í þágu farsældar barna og tryggja að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að þjónustu við hæfi.
Beiðni um miðlun upplýsinga til tengiliðar: