2. 12 Umhverfisstefna

Stefna Menntaskóla Borgarfjarðar í umhverfismálum er að efla vitund bæði starfsfólks og nemenda um mikilvægi þess að bera virðingu fyrir umhverfinu og að hvert og eitt okkar axli ábyrgð á góðri framkomu við jörðina.

Markmið

  • Að efla þekkingu og vitund starfsfólks og nemenda um umhverfismál.
  • Að umgengni verði til fyrirmyndar bæði innan sem utan skólans.
  • Að lágmarka notkun pappírs og endurnýta þann pappír sem fellur til vegna starfsemi skólans.
  • Að hugað verði að umhverfissjónarmiðum við kaup á ræstingarvörum.
  • Að kaupa vörur sem hafa vistvæna vottun.
  • Að koma rafhlöðum og öðrum spilliefnum til förgunar á viðeigandi hátt.
  • Að flokka sorp eftir föngum.
  • Að skólinn hljóti Grænfánann.

Leiðir

  • Hvetja kennara og nemendur til þess að ljósrita beggja vegna á pappír.
  • Koma fyrir ílátum á ákveðnum stöðum í skólanum fyrir endurnýjanlega hluti s.s. gosflöskur/dósir og pappír.
  • Að lágmarka notkun einnota matar- og drykkjaríláta.
  • Að starfsfólk og nemendur gangi um skólann á inniskóm.
  • Hafa mottu sem tekur við bleytu og óhreinindum við aðalinngang skólans.
  • Spara orku með því að slökkva ljós og á tækjum þegar þau eru ekki í notkun.
  • Sinna reglulegri fræðslu um umhverfið og umgengni okkar um það.