Skólinn leitast við að veita öllum nemendum sínum kennslu við hæfi og þann stuðning sem þeir þurfa á að halda. Hann leggur jafnframt áherslu á að hver nemandi beri ábyrgð á námi sínu. Nemendur sem glíma við námserfiðleika geta þurft að verja lengri tíma til heimanáms en aðrir. Stuðningur skólans er skipulagður fyrir þá sem eru sjálfir tilbúnir til að leggja sig fram. Skólinn kemur því aðeins til móts við nemendur með lesblindu eða aðra sértæka námserfiðleika að þeir, eða forráðamenn þeirra, láti námsráðgjafa vita af erfiðleikum sínum. Nemendur með skilgreinda námserfiðleika og hafa sótt um lengdan próftíma eiga rétt á 15 mín. pr. klst. lengri prófatíma. Námsráðgjafi leiðbeinir nemendum og lætur þá vita hvernig þeir sækja um að skólinn taki tillit til erfiðleika sem þeir glíma við.