Skólanefnd starfar við Menntaskóla Borgarfjarðar samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008. Skólanefndin er skipuð sömu sex einstaklingum og kosnir eru í stjórn skólans auk þess sem í skólanefndinni eiga sæti þrír áheyrnafulltrúar, einn tilnefndur af Nemendafélagi Menntaskóla Borgarfjarðar, einn tilnefndur af kennarafundi og einn af foreldraráði. Hlutverk skólanefndar er samkvæmt lögum nr. 92/2008 um framhaldsskóla. Hlutverk skólanefndar er m.a. að marka áherslur í starfi skólans og að stuðla að sem bestri þjónustu við íbúa á starfssvæði skólans og tengslum hans við atvinnu-, félags- og menningarlíf. Að vera skólameistara til samráðs um námsframboð, staðfesta skólanámskrá og vera til ráðgjafar um ýmis mál. Skólameistari er framkvæmdastjóri nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt. Nöfn þeirra sem skipa skólanefnd hverju sinni má finna á heimasíðu skólans https://menntaborg.is/skolinn/stjorn-skolans/