Menntaskóli Borgarfjarðar er bóknámsskóli sem býður upp á fjórar bóknámsbrautir til stúdentsprófs. Félagsfræðabraut, náttúrufræðibraut, íþróttafræðibraut og opna braut. Nemendur geta valið um að fara á búfræðisvið á náttúrufræðibraut. Einnig býður skólinn upp á framhaldsskólabraut og starfsbraut. Auk þess geta nemendur sótt um að taka hluta námsins í fjarnámi. Starfsdagar nemenda og kennara eru á skólaári 180 og skulu þeir rúmast innan tímabilsins 18. ágúst – 31. maí ár hvert. Skólaárinu er skipt upp í 2 annir þannig að hægt er að ljúka stúdentsprófi á þremur árum. Fyrir utan þennan skilgreinda skólatíma eru tveir vinnudagar kennara fyrir upphaf skólaárs og tveir eftir að skólaári lýkur.