Verði nemandi uppvís að misferli í verkefnavinnu er verkefnið ógilt (einkunn 0). Sama gildir ef nemendur afrita verkefni hver frá öðrum, þá eru verkefni beggja/allra ógild. Frekari brotum verður vísað til skólameistara. Ítrekuð brot geta leitt til brottrekstarar úr námi.
- Nemendur skulu vinna verkefni sem lögð eru fyrir í áföngum samkvæmt fyrirmælum kennara og kennsluáætlun. Verkefni eru einstaklingsverkefni sé annað ekki tekið fram.
- Að skila, undir eigin nafni, lausn sem annar hefur unnið er brot á skólareglum. Alvarleg eða endurtekin brot af þessu tagi geta varðað brottrekstri úr áfanga.
- Alltaf skal geta heimilda þegar notað er efni frá öðrum, hvort sem það er texti, hljóð eða mynd hvort sem það er fengið úr bók, af vefnum eða öðrum miðlum.