Nemendur eru hvattir til virkrar þátttöku í félagsstarfi. Skólareglur skólans og viðurlög við brotum eru skýr. Við málsmeðferð vegna brota á skólareglum er þess gætt að fylgt sé reglum stjórnsýslulaga um málsmeðferð og andmælaréttur forráðamanna ólögráða nemenda og nemenda sjálfra virtur. Allar skemmtanir og öll ferðalög nemenda í nafni skólans og/eða nemendafélags nemenda skólans lúta reglum skólans. Öll starfsemi nemenda í nafni skólans felur í sér algert bann við áfengis-, tóbaks- og vímuefnanotkun.