Nemandi sem stundað hefur nám við annan framhaldsskóla sem starfar samkvæmt aðalnámskrá menntamálaráðuneytisins fær nám sem hann hefur lokið metið til eininga í Menntaskóla Borgarfjarðar samkvæmt eftirfarandi verklagsreglum:
- Áfangar sem eru metnir frá öðrum skóla þurfa að vera skilgreindur hluti af þeirri námsbraut sem nemandi er skráður á með þeirri undantekningu sem kveðið er á um í lið b.
- Áfangar sem falla utan námsbrautar sem nemandi er skráður á má meta sem valgreinar að því marki sem nemur fjölda eininga í valgreinum viðkomandi brautar.
- Áfangar eru metnir á sama hæfniþrepi og þeir eru skilgreindir í fyrri skóla nemanda, óháð kennslufyrirkomulagi.
- Nám metið úr öðrum skóla kemur fram á prófskírteini.