Nemendur geta fengið félagsstörf metin til námseininga og falla þær undir val í námsferlinum og/eða bætast við einingafjölda námsbrautar. Að jafnaði er við það miðað að þeir sem leggja af mörkum verulega vinnu fyrir nemendafélagið geti fengið á bilinu 1 – 3 einingar á önn. Nemandi getur að hámarki fengið 9 einingar fyrir félagsstörf metið inn í val brautar. Allt mat á félagsstörfum er háð því að skólameistari eða umsjónarmaður viðkomandi starfs votti mætingu og vinnu nemenda.