Nemendur með fötlun, langveikir og nemendur með sértæka námsörðugleika og eða aðra skynjunarörðugleika geta sótt um undanþágu til skólameistara frá einstökum áföngum eða námsgrein. Veiting undanþágu er háð mati sérfræðings á viðkomandi sviði. Nemendur taka aðra áfanga í stað þeirra sem undanþágan nær til.