Áhersla er á fjölbreytttar kennsluaðferðir og vinnubrögð. Kennsluhættir miðast við að gefa öllum nemendum kost á að nýta hæfileika sína og fá endurgjöf á vinnu sína. Lögð er áhersla á að gera nemendur virka og sjálfstæða í námi og færa um að afla þekkingar upp á eigin spýtur. Notkun upplýsingatækni er töluverð í tímum. Nemendur þurfa að vera með fartölvur í skóla og fá aðgang að interneti og kennslukerfi skólans.