Samkvæmt Aðalnámskrá framhaldsskóla er skóla skylt að varðveita allar próflausnir lokaprófa í eitt ár hvort sem þær eru skriflegar eða rafrænar, í samræmi við ákvæði laga um Þjóðskjalasafn. Símatsgögn falla undir þetta ákvæði eins og kostur er og framkvæmlegt getur talist. Allar umsagnir kennara og einkunnir sem gefnar eru fyrir einstök verkefni, smærri próf, heimapróf, ritgerðir og skýrslur þarf að geyma í ár.
Samkvæmt upplýsingalögum geta þeir sem þess óska fengið afhent eintök af lokaprófsverkefnum skóla eftir að próf í viðkomandi greinum hefur verið þreytt.