Stundatöflur nemenda í Menntaskóla Borgarfjarðar eru unnar eftir brautarlýsingum, eðlilegri námsframvindu og vali nemenda. Þar sem hver áfangi nær aðeins yfir eina önn eru gerðar nýjar töflur fyrir hverja önn. Nemendur hafa eina viku í upphafi hverrar annar til töflubreytinga. Ef nemandi óskar eftir að hætta í áfanga getur hann það innan þriggja vikna frá annarbyrjun en hætti hann að þeim tíma liðnum fær hann falleinkunn í áfanganum, þ.e. H (hættur) ef um úrsögn er að ræða en F (fall) ef nemandi dettur út vegna fjarvista eða vanskila á verkefnum.